Elsku vinkona,


á meðan þú sötrar yfirbakaða lauksúpu í Frakklandi, hefur hér svolítið óvenjulegt gerst. 

Þannig var að eins nóttina vaknaði ég upp við flað að höndin mín rann til og frá á einhverju slímugum hlut.  Í ofboði, stökk ég upp úr rúminu og hrópaði: 


- Hvaða slím er hérna í rúminu mínu!!!?


Í hendingskasti flþeif ég Andra litla, sofandi og blautan upp úr rimlarúminu, því að ekki vildi ég að hann fengi að kynnast flessum viðbjóði og stökk með hann upp á stól.  Núna fyrst róaðist ég og sá að í rúminu mínu svaf stór en nokkuð álitlegur fiskur.  Þorskur.   Þorskurinn opnaði annað augað og sagði.


- Æ, er ég nú lentur hjá einhverri taugaveiklaðri kerlingu?


Ég fann hvernig ég byrjaði að hitna að innan af reiði.


- Heyrðu vinur, vertu: nú aðeins kurteisari!  Það er ég sem á heima hér en ekki þú og ég get hent þér á stundinni út.


- Það þætti mér gaman að sjá, sagði þorskurinn, leyfðu mér að sofa, aðeins slæ ég þig í rot með sporðinum mínum.


- Heyrðu góði, svaraði ég, orðlaus af flessari ósvífni, steig niður af stólnum og lagði Andra í rúmið sitt, setti hendurnar á mjaðmirnar og setti upp grimmdarsvip. 


- .. heldurðu að ég reki hér eitthvert fiskahótel?


Þorskurinn smjattaði, snéri ég mjakindarlega á hina hliðina og sagði.


- Núna ertu svo vitlaus, að ég nenni ekki að eyða einu orði í viðbót á þig.


Steinhissa reyndi ég nú aðra aðferð.


- Ókei, verum vinir  Ég hef átt þorska áður:  Maxim Gorki og Pasolini.  Ég þekki ykkur.


- Já, já, sagði þorskurinn hálfsofandi.


- Já og þeir voru misjafnlega skapi farnir eins og 


Ég talaði og talaði, sagði frá fyrri þorskum í lífi mínu og Andri hlustaði  á mig glaðvakandi og steinhissa á með opinn munninn, en þorskurinn svaf.


... sólon íslandus, þínar takmarkanir, mínar takmarkanir þú vildir ekki vera bóndi á meðan þjóðin okkar hafði ekkert annað fyrir augum en skepnur, heyþúfur, mykjuhauga endalaust þreytandi strit á meðan þjóðin okkar rambaði á barmi fátæktar, náttúrhamfara, farsótta á meðan söguþjóðin niðurlægð undan oki erlendra valdhafa hafði hvorki skilning, mátt, tíma fyrir listsköpun, vildir þú verða listamaður...


Við Andri vöknuðum snemma daginn eftir.  Ég var búin skipta á honum, búin að gefa honum að borða og hafði nýlokið við að þurrka upp uppþornað slímið og setja alla hlutina, sem þessi sjálfsöruggi þorskur hafði hrint til, þegar hann kom inn um gluggann, aftur á sinn stað og hafði loksins sest með bók í hönd til að lesa, þegar þorskurinn vaknaði.   Hann teygði úr sér, gaf þessi einkennilegu hljóð frá sér og krafðist þess að fá eitthvað að borða.  En hvað gefur maður eiginlega svona sjálfsuppteknum þorski að borða?  Ég sagðist eiga svona dós með fiskamat, en hann fussaði og sveiaði af fyrirlitningu og var orðlaus yfir heimsku minni. 


--listmálari, skáld, spekingur og reyndir til hins ýtrasta að láta draum flinn verða að veruleika án menntunar, blásnauður og af flví að hugur flinn var stór og útbólginn, vildir flú stytta flér með hvítum lygum að launum hlaustu fyrirlitingu athlátur niðurlægingu..


Þessi ömurlegi florskur!  Ég fæ ekki vinnufrið fyrir honum.  Allan daginn liggur hann í rúminu mínu og krefst fless að ég þjóni sér.  Ég þurfti að skipta um á rúminu af því að hann vill daglega hrein sængurföt á rúmið og svo varð ég að fara út í búð og kaupa handa honum rússneskan kavíar og eðalkampavín.  Hugsaðu þér bara!  Og svo varð hann fullur og hældi sjálfum sér í hástert.  Hvílíkt mont og raupsemi.  Ég held, mér hafi sjaldan leiðst eins mikið á ævinni!  Og svo fór hann allt í einu að gráta og auðvitað varð ég að hugga hann og segja honum að hann væri góður þorskur en allir aðrir bara vitlausir og vondir.  Loksins sofnaði hann og ég gat haldið áfram að vinna.


.. bara af því að þú vildir vera frjáls eins og fugl og flakka um landið með málarakassann og handritin á bakinu engum datt í hug að bjóða þér að mála altaristöflur eða eitthvað meira en bara á þá litlu snepla sem þú gast orðið þér út um og skildir eftir ómetanleg listaverk nei þú varst dæmdur til hýðingar og fangelsisvistar það átti að beygja þig til að gera þig auðsveipan fá þig til að vinna eins og hinir...


- Hvað ertu alltaf að tauta um einhvern Sólon Íslandus?, spurði þorskurinn einn daginn.


- Ég ætla að skrifa leikrit um hann, svaraði ég.


- Þú að skrifa leikrit, þú sem kannt ekki einu sinni að skrifa íslensku?


Og svo hló hann kvikindislega og fannst hann sjálfur vera óskaplega fyndinn.  Ég stundi.  Hvað í ósköpunum á ég að gera til að losna við flennan þorsk?  Ég benti honum á öldurnar í illa pússuðu loftinu og spurði hvort hann fengi ekki heimþrá.  Hann hélt nú ekki, sagðist hafa það mjög gott.  Vildi hins vegar að ég losaði mig við Andra litla, því að hann hefði stundum óþolandi hátt.  Ég sagði, að ef einhver hér væri óþolandi þá væri það hann.


- Það er þitt vandmál, sagði hann og ropaði. 


.. þeim mun meira sem þeir hömuðust á þér, fleim mun þrjóskari varðst þú

Home